Vegferð viðskiptavinar
Jón Jónsson var að skoða Youtube í vinnunni (sem hann má auðvitað ekki) og sá þar áhugaverðan trailer yfir nýja spennumynd. Hann ákveður í kjölfarið að bjóða konunni með sér í bíó um kvöldið.
Hann veit að það verður líklegast fljótt uppselt á myndina og ætlar því að kaupa miða strax í gegnum vefinn www.biomidar.is. Hann sér á vefsíðunni í hvaða bíó myndin er sýnd og ákveður að kaupa miða í Sambíó í Kringlunni. Jón fer svo heim og kemur konunni á óvart með þessari bíóferð í kvöld.
Þau fara í Sambíóin í Kringlunni og þurfa ekki að bíða í röð við miðasölu þar sem Jón hafði keypt miðana á netinu. Þau ganga því beint að innganginum og þar sýnir Jón starfsmanni strikamerki í símanum sínum sem er skannað.
Næst fara þau í röðina til að kaupa nammi veltir Jón því fyrir sér af hverju ekki sé hægt að panta þetta á netinu líka. Kannski það sé góð hugmynd fyrir bíóin 🙂
Flæðið
- Jón fer á www.biomidar.is.
- Það fyrsta sem hann tekur eftir eru áberandi auglýsingamyndir um kvikmyndir sem eru í bíó og væntanlegar.
- Hann sér þó snemma efst valmynd og þar efst í hægra horni hnapp í áberandi lit þar sem stendur „Kaupa miða“.
- Jón smellir á hnappinn og það poppar upp valgluggi þar sem hann getur séð yfirlit yfir allar þær myndir sem eru í kvikmyndahúsum þessa dagana.
- Hann finnur fljótlega myndina sem hann ætlar að sjá og smellir á hana.
- Þá kemur texti um í hvaða kvikmyndahúsum umrædd mynd er sýnd og hvaða sýningartímar eru í boði.
- Jón velur „Sambíó Kringlunni“
- Þá fær hann val um fimm sýningartíma.
- Hann velur tíma klukkan 20:00 en þá er myndin sýnd í lúxussal.
- Þar sem myndin er í lúxussal getur Jón einnig valið sæti. Upp kemur yfirlitsmynd yfir laus sæti og velur Jón sæti fyrir sig og konuna á besta stað. Og smellir síðan á „Halda áfram“.
- Þá opnast nýr gluggi þar sem fram kemur hvaða mynd sé valin, í hvaða bíói, dagsetning og tími og valin sæti. Neðst á skjánum er svo að finna upphæð og val um greiðsluleiðir.
- Jón getur valið að borga með Vísa eða með Netgíró.
- Jón velur að borga með Vísa og þá kemur upp gluggi þar sem hann setur inn kortanúmer.
- Jón skráir inn kortanúmer og smellir svo á „Staðfesta og greiða“.
- Þá birtast skilaboð: „Til hamingju. Þú hefur keypt tvo miða. Viltu fá kvittun senda í tölvupósti eða með SMS?”
- Jón velur tölvupóst og skráir inn netfangið sitt í viðeigandi reit og velur „Senda“.
- „Kvittun hefur verið send á netfangið þitt“.
- Stuttu síðar berst kvittun með upplýsingum um miðakaupin og strikamerki sem hægt er að sýna við inngang bíósals.