Vatnstankurinn og Uppspretta

Vatnstankur með listaverki Toyism

Vatnstankurinn

Vatnstankurinn við Vatnsholt í Keflavík hefur ekki verið í notkun lengi og var lengi í niðurníðslu. Árið 2013 gerði listahópurinn Toyism listaverk sem var vígt á Ljósanótt það ár. Toyistar er listahópur sem er upprunninn í Hollandi en listamenn í hópnum starfa ekki undir eigin nafni. Tankurinn er lýstur upp á kvöldin.

Uppspretta

Verkið á vatnstankinum heitir Uppspretta og segir sögu lundapysju og ævintýrum hennar. Eftir að hafa lesið sér til um uppruna Íslendinga ákveður Uppspretta að ferðast til Noregs til að finna sér konu. Það tekst að lokum og hann verður leiðtogi allra lunda á Íslandi!

Vissir þú?

Árið 2015 kom út bók um verkið á Vatnstankinum. Þar er sagt frá verkinu og tilurð þess en það tók 11 meðlimi hópsins um sjö vikur að klára verkið. Listamennirnir voru allir með grímur við vinnu sína en meðlimir Toyism starfa ekki undir eigin nafni í hópnum.