
Rokksafn Íslands
Rokksafn Íslands er í Hljómahöllinni í Njarðvík. Í rokksafninu eru ýmis konar munir og fræðsla um sögu popp- og rokktónlistar á Íslandi. Þar er kvikmyndasalur þar sem sýndar eru heimildamyndir um íslenska rokktónlist. Í safninu er einnig hljóðbúr þar sem gestir geta spilað á gítar, bassa og trommur eða sungið í sérstökum klefa. Í safninu er verslun þar sem hægt er að kaupa plötur, bækur og ýmis konar varning tengdan íslenskum tónlistarmönnum.
Stapi
Í Hljómahöllinni er einnig Tónlistarskóli Reykjanesbæjar og hið sögufræga félagsheimili Stapi. Það er nú stærsti salur Hljómahallarinnar sem er notaður fyrir tónleika, dansleiki, ráðstefnur og veislur. Stapinn var félagsheimili Njarðvíkinga og var vígður árið 1965. Húsnæði fyrir Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og Rokksafnið var byggt við Stapa. Húsið fékk þá nafnið Hljómahöll en það var opnað árið 2014.
Vissir þú?
Stapinn er aðalsalur Hljómahallarinnar en þar einnig tveir minni salir. Annar þeirra er kallaður Merkines og er kenndur við Merkines í Höfnum. Þaðan eru tveir af ástsælustu söngvurum Íslandssögunnar, Ellý og Vilhjálmur Vilhjálmsbörn. Hinn salurinn heitir svo Bergið og er kenndur við Keflavíkurberg sem er yfirleitt kallað Bergið í Keflavík.