Flokkunaræfing

Ég tók þátt í flokkunaræfingunni og fannst hún mjög fróðleg. Minn hópur misskildi aðeins verkefnið og notaði alla miðana og raðaði þeim upp. Mér fannst það ekki skipta sköpun varðandi æfinguna að því leyti að mér fannst hún gagnleg og áttaði mig vel á því til hvers svona flokkun er gerð. Mér fannst áhugavert að gera æfinguna og fannst hún einmitt passa vel í verkefnið sem var valið, að endurskoða vef, taka út efni og skipuleggja annað upp á nýtt.

Vinnan gekk vel í mínum hópi og lítill ágreiningur var um röðunina en við röðuðum næstum öllum miðunum upp þannig að það var lítið rætt hvaða miðar ættu að vera með og hverjir ekki. Maður gæti ímyndað sér að þetta væri erfiðara þegar fólk á ítök í vefnum sem er verið að vinna með og hefur sterkar skoðanir á efninu. Það var ekki raunin í okkar tilviki því við vorum að gera verkefni í kennslustund og vorum að auki meðvituð um að það ætti að taka afmarkaðan tíma og unnum því frekar hratt.

Mér fannst ganga vel að vinna æfinguna rafrænt og það gekk hratt og vel hjá mínum hópi. Það hefði verið skemmtilegra að gera æfinguna með öðrum hópum og með leiðbeinendunum. Minn hópur hefði kannski uppgötvað að við vorum á alrangri leið með æfinguna ef við hefðum verið í návígi við aðra hópa og kennarana.