g. Aðgengi vefsins

Til að fá upplýsingar um aðgengi var vefurinn skoðaður í WAVE-tólinu á wave.webaim.org. Forsíða vefsins var skoðuð og kom engin alvarleg villa upp. Upp komu tvær contrast-villur en þær tengdust borða sem birtist efst á forsíðunni þegar síðan er opnuð. Borðinn vakti athygli á vefnum covid.is og er því væntanlega tímabundin viðbót.

Einnig komu upp sex viðvaranir en þær áttu sér eðlilegar skýringar. Þar af voru fjórir tenglar sem voru tvíteknir en þar var um að ræða tengla sem komu fyrir í leiðakerfi og flýtileiðum og netfang sem kom fyrir á tveimur stöðum.

Fyrirsagnir eru rétt settar upp á síðunni, titillinn er nr. 1, flokkaheiti eru nr. 2 og fyrirsagnir innan flokka nr. 3.

Miðað við þessar niðurstöður er ekki annað að sjá en aðgengismál séu í góðu lagi á vefnum. Til að sannreyna það voru nokkrar undirsíður skoðaðar og þar voru niðurstöður nákvæmlega eins.

Skjáskot af niðurstöðum um aðgengi vefsins
Skjáskot af niðurstöðum um aðgengi vefsins.