Vefstefna vefsins Dagur í Reykjanesbæ
Markmiðið með vefstefnunni er að búa til ramma um tilgang vefsins, uppbyggingu hans og vinnu við vefinn.
Vefurinn
Lén vefsins er gudmannk.com
Vefurinn er búinn til í WordPress og vistaður þar.
Tilgangur vefsins er að veita upplýsingar um staði í Reykjanesbæ sem hægt er að skoða á einum degi.
Markmið
Markmiðið með vefnum er að vekja áhuga fólks á að heimsækja Reykjanesbæ og eyða þar einum degi. Notendur geti kynnt sér nokkra staði í sveitarfélaginu sem hægt er að skoða á einum degi. Á vefnum eru örstuttar lýsingar á þessum stöðum og næsta nágrenni og fróðleg staðreynd um hvern stað.
Framtíðarmarkmið er að halda vefnum úti þannig að hann sé aðgengilegur þeim sem hafa áhuga á að heimsækja Reykjanesbæ og Suðurnes. Það er ekki markmið að auka efni vefsins verulega en frekar að bæta það efni sem þegar er það og skipta út eftir þörfum.
Markhópur
Markhópur vefsins er fólk sem hefði áhuga á að heimsækja Reykjanesbæ og Suðurnes á einum degi. Markhópur er einkum íbúar höfuðborgarsvæðisins og nágrannabyggða, t.d. fjölskyldufólk.
Skipulag
Uppbygging vefsins skal vera einföld og koma skýrt fram í leiðakerfi.
Hver síða skal innihalda upplýsingar um einn stað sem hægt er að heimsækja og skulu upplýsingar um hvern stað vera stuttar og aðgengilegar.
Gæði
Uppfæra á efni vefsins reglulega og fjarlægja efni sem ekki er lengur þörf á.
Efni á vefnum skal vera á góðri íslensku.
Ábyrgð
Ritstjóri ber ábyrgð á efni vefsins og ákveður hverjir hafa aðgang að honum.
Vefstefnuna skal endurskoða reglulega til að að meta stöðu og uppfæra verkefni.