Vefur, persóna, notendasaga

Vefur
Sýslumenn, https://www.syslumenn.is/
Vefur sýslumannsembætta á Íslandi
Tilgangur: Veita upplýsingar um sýslumannsembætti landsins og þjónustu sem þau veita og aðgang að eyðublöðum sem viðskiptavinir embættana þurfa að hafa aðgang að.
Markhópur: Allir sem þurfa að nota þjónustu sýslamannsembætta og starfsfólk í stjórnkerfinu sem þarf upplýsingar um sýslumannsembættin og starfsemi þeirra.

Persóna
Aníta er 18 ára gömul og nemandi í framhaldsskóla.
Hún hefur mörg áhugamál og er á þeim aldri að hún er að læra um lífið og þjóðfélagið.
Hún er frekar óþolinmóð og vill að hlutirnir gerist strax.
Hún er mjög tæknilæs, er fljót að tileinka sér nýjungar og á almennt mjög auðvelt með að nota vefi, snjalltæki o.þ.h.

Notendasaga
Aníta er að læra á bíl og er farin að huga að því að fá ökuskírteini.
Hún þarf að finna út hvað hún þarf að gera til að sækja um ökuskírteini og hvaða gögn hún þarf að hafa í höndunum eða skila inn.